Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Þér eruð asni, vinur.
27.12.2010 | 22:48
Þetta myndi flokkast sem áhugaverð fyrirsögn. Áhugaverðar fyrirsagnir eru í reynd það sem fær okkur til að smella á fréttir á netinu. Smella á það sem vekur áhuga.
Ég hef nú um nokkurt skeið gert smá tilraun, sem gekk upp.
Ég skrifaði allskonar blogg um mest lesnu fréttirnar á netinu. Tengdi skrif mín við fréttirnar. Mér tókst á tveimur vikum að fá mikinn fjölda fólks til að lesa bloggsíðu mína. Gilti þá einu um hvað ég skrifaði. Mest viðbrögð fékk ég þegar ég bloggaði í tengslum við fréttir sem snéru að kynfærum og nekt.
Ég er nú á fullu í bókarskrifum, innkoma mín í bloggheima var liður í smá rannsóknarverkefni, tengdum þessum skrifum. Niðurstaða rannsókna minna birtist síðar. Get þó uppljóstrað hluta af niðurstöðum rannsókna minna. Samfélag bloggara er sjálfhverft og byggir að mestu leyti upp á neikvæðni og tuði. Húmor og glettni er ekki mikil á meðal bloggara, því miður. Bestu og skemmtilegustu bloggaranir eru alla vega alls ekki þeir sem eru "vinsælastir" nema kannski Ómar Ragnarsson, sem er alltaf áhugaverður gaur.
Takk fyrir góðar stundir á Moggablogginu. Ég dreg mig í hlé áður en ég verð óáhugaverður og athyglissjúkur net-tuðari, sem pæli mest í því hversu margir lesa greinarnar mínar, án þess að skeita athygli um innihaldið.
Moggabloggið er samt fínt. Bara ekki minn tebolli.
Fyrir þá bloggara sem vilja auka athygli á blogginu sína, skrifið þá bloggafærslur við vinsælustu fréttirnar, setjið á þá færslu athyglisverða fyrirsögn og Bingó, þið verðið kannski jafn vinsæl og Axel Jóhann Axelsson og Páll Vilhjálmsson, með fullri virðingu fyrir þeim líklega ágætu mönnum.
Lifið heil.Samið um sölu á Heklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Út með glæpi inn með frið
25.12.2010 | 13:30
Það væri nær að vera undir áhrifum heilags anda en undir áhrifum örvandi vímuefna. Þeim eina sanna heilaga anda sem svífum yfir okkur um jólahátíðarnar. Jólin eru hátíð friðar og sameiningar en ekki ófriðar og sundrungar.
Ég er ekki vanur að leggja í vana minn að kvarta, en legg hér með inn formlega kvörtun yfir svona rugli. Spurningin er bara hver tekur á mót slíkum kvörtunum og kemur því í verk að fyrirbyggja svona vitleysu. Það getur lögreglan tæplega gert lengur, í ljósi manneklu og fjárskorts.
Útrýmum glæpum með öflugri löggæslu, byggjum stærri fangelsi og hækkum allar refsingar. Það er atvinnuskapandi og margfalt ódýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið.
Einu sinni var New York, helsta glæpaborg heims. Þar á bæ tóku menn til sinna mála. Hættum væli og aumingjaskap, útrýmum glæpum með sameiginlegu átaki og vilja.
Gleðileg jól.
6 handteknir vegna skotárásar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Let´s christmas
24.12.2010 | 10:06
Nú er aðfangadagur jóla. Yfir mannfólkið færist smám saman friður og ró. Ég mun draga fram heindýrapeysuna mína góðu, sem ég lét prjóna fyrir mig eftir Bandarískri uppskrift. Í peysunni er Acryl efni, þar sem ég er með ofnæmi fyrir ull, vonandi fæ ég ekki lopapeysu í jólagjöf.Jólin eru háíð ljóssins, hátíð friðar, hátíð barnanna. Við sem ekki erum börn að aldri gerumst börn um stund í einlægri gleði og þakklæti.
Let´s christmas
Í lífsins frið og ró
Let´s christmas
Baby lt it snow
Let´s christmas
Þó veröldin sé slæm
Let´s christmas
And party all the time
Jólastemning í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Playboy stelpan Anderson.
23.12.2010 | 21:12
Í tilefni fréttar, í aðdraganda jóla, þykir mér tilhlýðilegt að votta virðingu mína, með dálitlu kvæði, Pamelu Anderson. Stúlku sem er harðdugleg við að brosa og bera sig í einu víðlesnasta tímariti heims, þrátt fyrir 43 ára aldur.
Playboy stelpa birtist stinn
brosið gefur von
Blíðleg berar barminn sinn
Bomban Anderson
Pamela Anderson í Playboy í 13. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frost er úti fuglinn minn
23.12.2010 | 16:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólakveða Steingríms Joð og Jóku
23.12.2010 | 16:29
Það er hluti af því að vera Íslendingur að hlusta á jólakveðjur í útvarpinu. Þessi siður, að senda jólakveðjur í gegnum útvarp allra landsmanna, er yndislega sveitalegur og skemmtilegur. Minnir okkur á hversu fámenn við erum og því fylgja forréttindi.
Hér er jólakveðja sem væri gaman að fá frá ríkistjórninni.
Kæru landsmenn, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári, þá langar okkur að tilkynna að á vormánuðum 20111, lýkur þessu ástandi. Þá tekur við ný efnahagsstjórn, stjórn sem hugsar í lausnum, en ekki í auknum álögum.
Takk fyrir liðnar stundir og sorry hvað við stóðum okkur illa.
kveðja
Steini og Jóka.
Einlægar og hjartahlýjar kveðjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kafli 11 - Fermingin (seinni hluti)
22.12.2010 | 21:47
Þannig æxlaðist það að staðfestingu trúar minnar var fagnað á helstu drykkjubúllu bæjarins. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort örlagadísirnar hafi verið að gera grín að mér. Fyrsti sopinn í kirkjunni, kökuveisla og kaffissamsæti á bæjarknæpunni. Ég held að ég sé eina barnið í bænum sem hef fagnað þessum merku tímamótum á þessum stað.
Niðurgrafinn knæpa, fordyri helvítis. Fyrir ofan mig Kaupfélagið og skrifstofur framsóknarmafíunnar á Suðurlandi.
Amma Nína var í Framsóknarflokknum en hún valdi ekki staðinn. Það gerðu pabbi og mamma. Systkini þeirra áttu og ráku knæpuna. Garðar Þór, bróðir pabba. Hrafn, bróðir mömmu, og Sæunn kona hans, systir pabba. Sæunn og Hrafn eru einmitt foreldrar sr. Guðrúnar, þeirrar sömu og gifti mig. Já vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við fengum salinn frítt.
Veislan var lífleg. Það var mikið talað, hlegið og skrafað. Mamma hafði af mikilli útsjónarsemi náð að kaupa ósköpin öll af sígarettum og vindlum. Þetta var smyglvarningur. Smyglarinn var fraktsjómaður (hér nefndur Pétur) sem Þorbjörg móðursystir mín hafði átt vingott við. Sígaretturnar voru af þremur gerðum: Winston, Salem og Viceroy. Vindlarnir: London Docks. Sígarettum og vindlum var raðað upp í mjólkurglös og margir öskubakkar settir í kringum glösin.
Það var til siðs að reykja mikið og vel í veislum á þessum árum og þótti einkar heppilegt í þessari veislu þar sem hún fór fram á knæpu. Eftirtaldir drykkir voru í boði:
Kaffi, kók, 7up, Appelsín og Pilsner. Það var pabbi sem hafði lagt til að Pilsner yrði á boðstólum. Afar mínir báðir voru honum hjartanlega sammála um það.
Aftur að veislunni. Þarna var ég - miðja athyglinnar - sem mér leiddist ekki. Kyssti og heilsaði frændfólki af miklum móð. Mest þótti mér vænt um öll umslögin sem ég fékk. Opnaði þau strax og merkti í bók, hvað ég fékk frá hverjum. Fullt af peningum. Svo fékk ég eina af mínu skrýtnu hugmyndum.
Fólkið spjallaði og reykti, Þorgerður Elín, var yfirmaður eldhússins, eldhúsmella, eins og mönnum þótti sniðugt að segja í þá daga. Þorgerður var/er einhleyp og góðvinur fjölskyldunnar, hress og kát kona. Hún býr á Akureyri í dag, þar sem hún starfar í gleraugnaverslun. Þorgerður hringir stundum í mömmu til að fá fréttir úr þorpinu, hringir gjarnan eftir kvöldmat á föstudögum eða síðdegis á laugardögum. Fréttirnar sem mamma færir henni er Þorgerður löngu búin að frétta.
Ég bauðst til þess að bæta sígarettum í glösin, fyrir Þorgerði, hún þáði það með þökkum. Ég fyllti alla vasa af Viceroy, Winston og Salem, mest var til af Viceroy.
Það verður að viðurkennast að hugmyndin var langsótt. Ég var þess fullviss, miðað við hversu áhugi fólks á sígarettunum var mikill, þá yrði mér ekki skotaskuld úr því að koma þeim sem afgangs yrðu í verð. Ég var duglegur að fara inn í eldhús og sannfæra Ellu um nauðsyn þess að fylla meira á - það væri mikið reykt.
Einbeiting mín var góð við þessa iðju, ég spenntist upp og það hlakkaði í mér. Þegar yfir lauk hafði ég falið í skókassa, á bak við sviðið, 15 pakka af sígarettum en enga vindla.
Veislan tókst vel. Allir fóru sælir og glaðir heim. Mamma hafði orð á því að ekki hafi veitt af öllum þessum sígarettum, þær hefðu hreinlega klárast. Pabbi var fúll yfir því að Pilsnerinn skyldi klárast. Pabbi gat verið alveg vitlaus í Pilsner á sunnudögum. Ég skildi það ekki þá, en geri það nú.
Viku eftir ferminguna var ég búinn að koma sígarettunum í verð. Kaupandinn var Haraldur heitinn Hafsteinsson, Halli Hafsteins. Hann keypti fimmtán pakka. Þrjá Winston, tvo Salem og tíu af Viceroy gerð, staðgreitt á nánast fullu verði. Halli sagðist ætla nota sígaretturnar til að gefa vinum sínum. Sem mér þótti vafasamt, því Halli átti enga vini. Mér var sama, ég fékk að fullu greitt og það í reiðufé.
Halli var ekki allra. Hann seldi unglingum landa og þótti dularfullur í háttum. Hlutskipti Halla varð dapurlegt. Hann lét lífið við Hveravelli 30. jan 2007, hann varð úti. Skömmu áður hafði hann ruglast í kollinum, að talið var. Hann sá þann kost vænstan að hringsnúast til að komast leiðar sinnar. Halli átti sér fáa meðfylgjendur í þeim verknaði, hann snerist um sjálfan sig, einn síns liðs. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Viku eftir viðskiptin sat litla fjölskyldan við hádegisborðið. Mamma bar á borð, fiskbúðing, steiktann á pönnu, framreitt með soðnum kartöflum og tómatsósu.
Úr hátölurum útvarpsins bárust fréttir. Það var Ólafur Sigurðsson, bróðir sr. Sigurðar, sem nýverið hafði fermt mig, sem las fréttirnar.
"Rannsóknarlögregla ríkisins lagði hald á 50 lítra af eimuðum landa í vikunni. Landinn og tæki til fullvinnslu hans ásamt 100 lítrum af gambra fundust í bílskúr í ónefndum bæ úti á landi. Í sömu húsleit var einnig lagt hald á sígarettur, sem taldar eru vera smyglvara."
Ég sat og aldrei þessu vant - þagði.
Pabbi leit undarlega á mömmu og spurði.
"Voru einhverjir fleiri sem keyptu sígarettur af Pétri ? "
"Guð minn góður" sagði mamma.
"Ég þarf að hringja í Tobbu systur."
Fréttaþulurinn lauk fréttinni á eftirtöldum orðum:
"Sígaretturnar sem fundust voru að hluta til af Viceroy-gerð, en þær hafa ekki verið fáanlegar um nokkurt skeið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins."
Þannig atvikaðist þetta. Ég fermdist, staðfesti trú mína, drakk fyrsta áfengissopann, og tók þátt í að koma alþjóðlegri smyglvöru í verð. Fékk hugmyndina í syndabæli, knæpu í eigu fjölskyldunnar. Það mætti af þessu ætla að ég hafi verið hluti af ítalskri mafíufjölskyldu, en svo var ekki. Mín fjölskylda var að mestu heiðarleg, fyrir utan mig, mömmu og Tobbu frænku. Við vorum meðsek í smygli og ég rétt nýfermdur.
Já vegir Guðs eru órannsakanlegir, svo ekki sé meira sagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svei þeim öllum.
22.12.2010 | 13:24
Þessi góði maður hefði með glöggskyggni sinni og einskæru tilfinningu fyrir fjármálaheiminum, getað forðað mörgum sakleysingjum frá því að troðast undir hælum glæpamanna þeirra sem fóru í forsvari fyrir fjármálastofnanir síðustu mánuði fyrir hrun.
Svei þeim öllum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna sök þeirra sem tóku lán sé meiri en þeirra sem veittu (ólögleg) lán, sé meiri.
Auðvitað er þetta allt saman skrípaleikur sem þarf að vinda ofan af. Það þarf bara stóra þvottavél og öfluga einstaklinga til að troða í vélarnar. Ekki skíthrædda ríkisstarfsmenn, sem hafa þær helstar áhyggjur að digrir lífeyrissjóðir þeirra rýrni.
Forðaði peningum byggingarfélags rétt fyrir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það drekkur engin gull
22.12.2010 | 09:35
Í dag er ég þyrstur
í dag vil ég drekka
lífsvatnið ljúfa - títt.
Úr krananum lekur
lífsvatnið ljúfa - frítt.
Ég þekkti einn mann
svo ríkur var hann
að vatn hann taldi "sull"
Svo tæmdist hans sjóður
Hann varð alveg óður
Öskraði ."Þetta er bull"
Hann öskraði hátt
En missti sinn mátt
Í móki lá og þagði.
Ég snéri mér við og sagði:
Það drekkur engin gull
AGS selur 403 tonn af gulli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óskin mín Norðfjörð og Ásdís Rán.
21.12.2010 | 17:43
Þó svo á vefnum þú þjótir
og þeytist, mót hækkandi sól
Þá leika sér ljóshærðar snótir
léttlyndar, rétt fyrir jól.
Með fiðring á milli fóta
fegurðin augun vill plata
notalegt er þess að njóta
nærbuxur einar fata
Ósköp er mikið, augna minna lán
Óskin mín Norðfjörð og Ásdís Rán.
Ásdís Rán og Ósk Norðfjörð sjóðheitar á nærfötunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)