Blessað Brennivínið.
18.12.2010 | 09:37
Það er margt sem misferst í veröldinni. Ég þekkti einu sinni mann, sem var nýbúinn að eignast barn. Hann var ekki ríkur maður en hafði lagt til hliðar pening í þeim tilgangi að kaupa barnavagn fyrir nýfæddan frumburð sinn og þáverandi konu sinnar. Barnið dafnaði og konan sendi mannin af stað með rútu til Reykjavíkur, snemma morguns á laugardegi, að kaupa barnavegn, fyrir spariféð góða.
Ferðin sóttist seint og konan var orðin óþreyjufull. Okkar maður kom heim með síðustu rútunni úr borginni, með engan barnavagn en var með splunkunýjan Saxófón undir hendinni, gylltan tenórsaxafón sem hann sýndi konu sinni hróðugur og spurði.
- Finnst þér hann ekki flottur? Konan svaraði honum ekki en spurði til baka, í reiðitón
- Ætlar þú, Júlíus, að keyra barnið um göturnar í þessum Saxófón ?
Júlla varð fátt um svör, var búinn að fá sér aðeins í glas. Hafði óvart gleymt erindi sínu á leiðinni í borgina, hann fékk sér nefnilega aðeins brennivín á leiðinni þangað, en ekki mikið, að honum fannst.
Júlla til varnar þá á hann ennþá Saxófóninn og litla barnið er tannlæknir í Kópavogi.
Mislukkuð baðferð í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður
Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.