Hvort er þyngra eitt kiló af gulli eða 1000 grömm af fiðri?

Eldur og olía á einum og sama stað er ávísun á vandræði. Gildir þá einu hvort um er að ræða 200tonn af olíu eins og Ómar Ragnarsson, hæstvirtur fréttamaður og ofurbloggari vill meina að réttara sé að segja frekar en 200.000 lítrar af olíu. Ég spyr:

Hvort er þyngra eitt kíló af gulli eða 1000 grömm af fiðri?


mbl.is 200.000 lítrar af olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er jafnt þungt. 1000 gr. = 1 kg.

Einar (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:41

2 identicon

Gramm og kílógramm er samskonar mælieining. Lítrar og tonn eru mismunandi mælieiningar. Annað mælir rúmmál meðan hitt mælir þyngd í þúsundum kílóa. Ef eðlisþyngd olíunnar er 1kg/L = 1000 kg/m³ þá er rétt að tala um að 1m³ = 1000 L = 1 tonn = 1000 kg. Annars ekki. Þar sem ég efast um að eðlisþyngd olíunnar sé sú sama og vatns þá eru 200 tonn = 200.000 kg og 200.000 lítrar alls ekki sambærilegt.

... (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 20:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er næstum því viss um að kíló af gulli sé þyngra. Miklu þyngra

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 20:17

4 Smámynd: Sigurður Fannar Guðmundsson

Gullið vegur þyngra í sparisjóðum fólks, þó svo að fiðrið vermi fólki á vetrarkvöldum, þá vermir marga tilhugsunin um að eiga gull í kistunni.

Sigurður Fannar Guðmundsson, 19.12.2010 kl. 20:29

5 identicon

Það er allavega verra ef eitt kíló af gulli dettur ofan á tærnar á manni.

Gísli P (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 21:04

6 Smámynd: Kommentarinn

Eðlisþyngd olíu er háð hitastigi og hverskonar olíu um er að ræða en líklegt er að í þessu dæmi sé hann á bilinu 0,8-0,9. Bensín er nær 0,7.

Ef við segjum að hann sé 0,85 þá eru 200 tonn af olíunni rúmlega 235000 lítrar

Kommentarinn, 20.12.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband