Blessað vatnið, bæði heitt og kalt.
16.12.2010 | 08:18
Það er ekkert nýtt að Íslendingar séu eftirsóttir, sérstaklega til vinnu. Við erum vinnusöm þjóð og höfum frá landnámi með mikilli vinnusemi og elju byggt upp samfélaga þar sem stoðirnar eru til staðar og innra skipulag til þess gert að hér megi allt blómstra.
Á Íslandi er menntunarstigið hátt. Hér höfum við nægan aðgang að auðlindum, nægir þar að nefna blessað vatnið, bæði heitt og kalt. Í kringum landið eru ein gjöfulustu fiskimið Norður Atlandshafsins. Hér eru spítalar og skólar, prýðilegt vegakerfi.
Þó svo að tímabundinn skortur á tiltrú erlendra ríkja á peningastefnu okkar hafi brugðist, jú og vissulega hafa þeir margt til síns máls, þá erum við Íslendingar áfram þjóð á meðal þjóða. Við erum upp til hópa gott og réttlátt fólk, (með fáeinum undantekningum) sem er duglegt til vinnu og eðlilega eftirsótt á erlendum vinnumarkaði.
Fyrir mér er þetta engin frétt. Það væri hins vegar frétt ef það hefði breyst.
Íslendingar eftirsóttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.