Að stela og ekki stela...

Þegar ég var ungur maður, svona rétt liðlega 11.ára gamall, þá fékk ég svipaða hugmynd og þessir jólasveinar sem brutust inn til fólks, í þeim tilgangi að ræna og rupla, sér til fjárföflunnar. Ég, líkt og þeir, framdi glæp minn á Selfossi, bæ sem borgarfólk kallar orðið Árborg, sem er synd því hann heitir Selfoss en það er önnur saga.

Minn tilgangur var kannski ekki alveg sá sami og verklagið allt annað og vingjarnlegra. Ég stal sælgæti úr skóm frá krökkum, jafnöldrum mínum (sjá sögu úr færslu frá því í gær 11.des.)

Hverju sem mínum glæpum líður, þá þykir mér miður að vita til þess að hugmyndaauðgi þeirra sem vilja bæta fjárhag sinn nú til dags sé ekki meiri en raun ber vitni.

Ég er með tillögu fyrir framtíðarglæpamenn þessa lands. Lærið viðskiptafræði og fáið ykkur vinnu í banka. Lánið sjálfum ykkur peninga án ábyrgðar, gangið samt hart fram þegar þið rukkið annað fólk og krefjist þess að þau afhendi öll sín veraldlegu verðmæti til að standa í skilum við lánin sem þið ráðlögðuð þeim að taka hjá bönkunum, sömu lán og þið lánuðuð sjálfum ykkur ábyrgðalaust.

Ekki brjótast inn hjá fólki og stela sjónvörpum til að geta keypt ykkur eiturlyf og annað sem ykkur finnst gaman að innbyrða og teljið nauðsynlegt til að auka á vellíðan ykkar. Lærið frekar viðskiptafæði og fáið ykkur vinnu í banka, það er miklu einfaldara og þá er heldur ekki löggan alltaf á hælum ykkar.

Já og svei ykkur, sem réðust inn á heimili fólks, vopnaðir hnífum. Þið eruð kjánar, eins og allir glæpamenn.


mbl.is Vopnað rán á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má taka þetta óglæpslega og fara í Gnarrískt framboð til að fá sér þægilegt og vel-launað starf.

Önnur hugmynd væri svo e.t.v. að taka að sér að rukka fyrrverandi bankamenn, og svo verktakastarfsemi í pappírseyðingu fyrir þá sömu :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Sigurður Fannar Guðmundsson

Þetta eru prýðilegar hugmyndir Jón Logi. Ég legg til að þú auglýsir hugmyndir að vinnu fyrir glæpamenn, hengir auglýsinguna ekki upp á Litla Hrauni heldur í anddyri Alþingis og á heimasíðu Seðlabankans.

Sigurður Fannar Guðmundsson, 12.12.2010 kl. 17:40

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Glæpamenn eru bara börn, alveg sama hver glæpurinn er....

Óskar Arnórsson, 12.12.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband