Hemmi Gunn á afmæli í dag.

Í morgun 9.desember, á afmælidegi móður minnar og Hemma Gunn, birti ég á "bloggi" mínu, fyrstu kaflana í skáldsögunni Trúður-metsölubók. Kaflarnir heita Forleikur að bók og Helvítið hann Hermann Grutzen.  (sjá færslu hér að neðan) Formála bókarinnar er síðan að finna í færslu frá því gær.

Þetta er gert til gamans og vonandi hafa einhverjir gaman að lestrinum, og geta þá bent á síðuna til handa þeim sem þeir telja að vilji lesa um ævintýri rithöfundarins, Guðmundar Þórs.

Á næstu dögum og vikum mun bókin birtast, smám saman á blogginu mínu. 

Ég hef oftsinnis verið spurður að því hvort um raunveruleika sé að ræða í skrifum mínum. Ég svara því til að raunveruleikinn sé oft merkilegri en skáldskapurinn. Að því sögðu vil ég nefna það í beinu framhaldi að allt sem í bókinni gerist, hefur gerst í raunveruleikanum.

Til að fá skáldlega fjarlægð á raunveruleikann er oft gott að setja hann í umbúðir. Í þessu tilfelli eru umbúðirnar "Skáldsaga" sem í fyrsta hluta þríleiksins gerist í þorpi á Suðurlandi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband