Það drekkur engin gull
22.12.2010 | 09:35
Í dag er ég þyrstur
í dag vil ég drekka
lífsvatnið ljúfa - títt.
Úr krananum lekur
lífsvatnið ljúfa - frítt.
Ég þekkti einn mann
svo ríkur var hann
að vatn hann taldi "sull"
Svo tæmdist hans sjóður
Hann varð alveg óður
Öskraði ."Þetta er bull"
Hann öskraði hátt
En missti sinn mátt
Í móki lá og þagði.
Ég snéri mér við og sagði:
Það drekkur engin gull
AGS selur 403 tonn af gulli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Satt.
En það prentar heldur enginn gull og því er kaupmáttur þess í vatnskaupum nokkuð stöðugur (ólíkt dollara, evru og ISK).
Geir Ágústsson, 22.12.2010 kl. 16:26
Góður punktur Geir, og líklegast rétt til getið.
Sigurður Fannar Guðmundsson, 22.12.2010 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.