Þjóð sem er þjökuð af víni
15.12.2010 | 11:00
Það er áhugavert að rýna í myndlíkingu borgarstjóra.Hann hittir naglann á höfuðið.
Ég hef lengi verið talsmaður þess að taka pólítíkina ofan af þeim stalli sem hún er gjarnan á, stundum þarf að setja hlutina í búning svo að fólk nenni að hlusta. Myndlíkingar Jóns er ekki bara áhugaverðar heldur eru þær líka skemmtilegar og skemmtilegir hlutir eru líklegri til að vekja fólk til umhugsunar en leiðinlegir hlutir.
Það er ekki að ástæðulausu að einn fremsti kvikmyndaleikstjóri og leikari sögunnar, Charlie Chaplin kaus að koma grafalvarlegum boðskap mynda sinna á framfæri með gamansemi.
Með glettni og góðu gríni
Gnarrinn bætir geð
Þjóð sem er þjökuð af víni
þarf að fylgjast með....
Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er mikið til í þessu en vandmálið eru bara nokkur
ALKINN er enn á fylleríi hann er bara að drekka í felum og er enn að fela slóðina
ALKINN er ekki í neinni meðferð
ALKINN er enn að stjórna fjölmiðlum
ALKINN er ennþá eigandi stjórnmálaflokka
þarf ég að telja upp fleiri atriði
Magnús Ágústsson, 15.12.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.