Að keyra á hús, reykjandi.
14.12.2010 | 10:06
Ég þekkti einu sinni mann sem keyrði inn í stofu hjá öðrum manni. Hann hafði verið að dunda sér við að reykja undir stýri, missti sígarettuna í gólfið. Úti var mikil hálka. Hann teygði sig niður eftir sígarettunni en ekki vildi betur til en svo að honum skrikaði fótur við aðgerðir þessar. Hann steig óvart á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn jók hraða sinn úr 40km í tæplega 100km. Það má líka geta þess að maðurinn hafði klárað eina viskíflösku, sér til gamans, skömmu áður.
Þegar maðurinn áttaði sig á hvað var í gangi, gaf hann sígarettuna upp á bátinn, alla vega um stund og sté eins fast og hann mátti á bremsur bílsins, en það var of seint. Bílinn þaut yfir götuna og nam ekki staðar fyrr en hann var hálfur inn um stofugluggann hjá vammlausum póstbera í heimabæ, meints ökuníðings og reykingamanns.
Póstberinn og kona hans sem voru fyrir framan sjónvarpið að horfa á Derrick, fylltust skelfingu. Ekki varð skelfingin minni þegar okkar maður sté út úr bílnum, og lét eftirtalin orð falla.
- Þetta er nú ljóta klúðrið.
Póstberinn stóð orðlaus og skjálfandi. Konan hans í taugáfalli en Derrick hélt áfram að handtaka menn, enda lögreglumaður af Guðs náð.
Okkar maður skynjaði ekki alvarleika málsins, enda dauðadrukkinn, fannst samt eins og hann þyrfti eitthvað segja og lét neðangeind orð falla svona tilað loka málinu.
- Nú er ég pottþétt hættur að reykja, alla vega þegar ég er að keyra.
Svo gekk hann á braut. Út í myrkrið. Blindfullur, en hættur að reykja.
Keyrði inn í Krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ekki veit ég til þess að téðum manni hafi tekist að hætta að reykja, enda stórreykingarmaður af guðs náð ;-)
lára (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:31
Lára, ég hélt hann hefði hætt :-)
Stórreykingamaður af Guðs náð, er virðulegur titill að bera.
Sigurður Fannar Guðmundsson, 14.12.2010 kl. 21:57
gamli er og verður svalur:-)
lára (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.