Meira kjöt á beinin, takk.

Sagt er að þolinmæði þrautir vinni allar. Að sama skapi er líka til orðatiltæki sem hljóðar svo "Góðir hlutir gerast hægt"  Í báðum tilfellum er um mikla speki að ræða og í spekinni leynist sannleikskorn. Ég velti því fyrir mér í beinu framhaldi, hvort að Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, lifi eftir þessari speki og taki hana jafnframt svo alvarlega að hann vilji bara alls ekki að hlutirnir gerist hraðar.

Liðið er fullt af tekniskum strákum sem kunna fótbolta, en líkamlegum styrk er ábótavant. Ég hef margoft hringt í Wenger og bent honum á þessa staðreynd. Bent honum góðfúslega á að leikmenn hans vanti meira kjöt á beinin. Hann hefur hins vegar aldrei svarað símtölum mínum og þess vegna hefur samtal mitt við hann einungis verið í gegnum sjónvarpsskjáinn, í formi blótsyrða og athugasemda í ábendingartón.

Er ekki kominn tími á það að pjakkarnir hans Wengers, girði sig í brók og sýni umheiminum að þeir geti unnið góðu liðin líka. Það er ekki nóg að spila áferðafallegan fótbolta og fá klapp á bakið fyrir það. Við áhangendur og stuðningsmenn liðsins erum orðnir langþreyttir eftir titli, en til þess að vinna titla þá þarf að leggja góðu liðin, lið eins og Man Utd. 

Í kvöld er enn ein prófraunin á Wenger og strákana hans. Munu þeir standast álagið og sýna að þeir eigi erindi uppi á toppnum?

 

 


mbl.is „Sigur myndi senda skýr skilaboð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Blessaður vertu. Þetta fer 1 - 4.

Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Sigurður Fannar Guðmundsson

Ég er örlítið svartsýnni, þó ég voni annað, en þa´fer þetta 1-1

Sigurður Fannar Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband