Þér eruð asni, vinur.
27.12.2010 | 22:48
Þetta myndi flokkast sem áhugaverð fyrirsögn. Áhugaverðar fyrirsagnir eru í reynd það sem fær okkur til að smella á fréttir á netinu. Smella á það sem vekur áhuga.
Ég hef nú um nokkurt skeið gert smá tilraun, sem gekk upp.
Ég skrifaði allskonar blogg um mest lesnu fréttirnar á netinu. Tengdi skrif mín við fréttirnar. Mér tókst á tveimur vikum að fá mikinn fjölda fólks til að lesa bloggsíðu mína. Gilti þá einu um hvað ég skrifaði. Mest viðbrögð fékk ég þegar ég bloggaði í tengslum við fréttir sem snéru að kynfærum og nekt.
Ég er nú á fullu í bókarskrifum, innkoma mín í bloggheima var liður í smá rannsóknarverkefni, tengdum þessum skrifum. Niðurstaða rannsókna minna birtist síðar. Get þó uppljóstrað hluta af niðurstöðum rannsókna minna. Samfélag bloggara er sjálfhverft og byggir að mestu leyti upp á neikvæðni og tuði. Húmor og glettni er ekki mikil á meðal bloggara, því miður. Bestu og skemmtilegustu bloggaranir eru alla vega alls ekki þeir sem eru "vinsælastir" nema kannski Ómar Ragnarsson, sem er alltaf áhugaverður gaur.
Takk fyrir góðar stundir á Moggablogginu. Ég dreg mig í hlé áður en ég verð óáhugaverður og athyglissjúkur net-tuðari, sem pæli mest í því hversu margir lesa greinarnar mínar, án þess að skeita athygli um innihaldið.
Moggabloggið er samt fínt. Bara ekki minn tebolli.
Fyrir þá bloggara sem vilja auka athygli á blogginu sína, skrifið þá bloggafærslur við vinsælustu fréttirnar, setjið á þá færslu athyglisverða fyrirsögn og Bingó, þið verðið kannski jafn vinsæl og Axel Jóhann Axelsson og Páll Vilhjálmsson, með fullri virðingu fyrir þeim líklega ágætu mönnum.
Lifið heil.Samið um sölu á Heklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Siggi minn. Ég gerði einmitt svona könnun fyrir löngu, svínvirkar sérstaklega þegar efnið er neðan mittis. En þar sem ég hef ekki áhuga á magni heldur gæðum, blogga ég bara á mínum forsendum þegar ég nenni. Ég bíð spennt eftir nýju bókinni. Hafðu það sem allra best og takk fyrir góðar stundir á árinu, sérstaklega þær þegar ég hef getað legið á bakinu og hlegið eee djók.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2010 kl. 14:48
Ég ákvað þegar ég byrjaði að blogga að mér væri skítsama hverjir og hvað margir læsu.
Hef haldið nokkuð jöfnum aðdáendahóp í gegnum tíðina
Hrönn Sigurðardóttir, 28.12.2010 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.