Út með glæpi inn með frið
25.12.2010 | 13:30
Það væri nær að vera undir áhrifum heilags anda en undir áhrifum örvandi vímuefna. Þeim eina sanna heilaga anda sem svífum yfir okkur um jólahátíðarnar. Jólin eru hátíð friðar og sameiningar en ekki ófriðar og sundrungar.
Ég er ekki vanur að leggja í vana minn að kvarta, en legg hér með inn formlega kvörtun yfir svona rugli. Spurningin er bara hver tekur á mót slíkum kvörtunum og kemur því í verk að fyrirbyggja svona vitleysu. Það getur lögreglan tæplega gert lengur, í ljósi manneklu og fjárskorts.
Útrýmum glæpum með öflugri löggæslu, byggjum stærri fangelsi og hækkum allar refsingar. Það er atvinnuskapandi og margfalt ódýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið.
Einu sinni var New York, helsta glæpaborg heims. Þar á bæ tóku menn til sinna mála. Hættum væli og aumingjaskap, útrýmum glæpum með sameiginlegu átaki og vilja.
Gleðileg jól.
6 handteknir vegna skotárásar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.