Óveður er afstætt
17.12.2010 | 10:07
Ég keyri yfir Hellisheiðina, til vinnu á degi hverjum. Í morgun kveið ég því að leggja á heiðina. Áróðursmenn Veðurguðanna, lögðu til að það væri ekkert ferðaveður.
Ég hlustaði á KK á rás 1 og söng hástöfum, keyrði greitt og tók aldrei eftir vonda veðrinu. KK er fínn útvarpsmaður, með rólega og sefandi rödd, ólíkt norðanvindinum sem er hávær og skrækur.
Annars held ég að við íbúar á suðvestur horni landsins, ættum ekki að kvarta. Brosa bara í kampinn þá sjaldan Kári blæs, vitandi að blásturinn gengur yfir.
Óveður víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fór tvisvar um Kjalarnesið í morgun. Það var að vísu steitingur en ekkert sem tafði för enda hálkulaust.
Haraldur Bjarnason, 17.12.2010 kl. 13:43
Nú kom vel á vondan, var næstum fokinn útaf á Hellisheiðinni á leiðinni heim úr vinnu í dag.
Undir Íngólfsfjalli þurfti ég að ríghalda í stýrið bara til að halda mér á veginum. KK var ekki lengur í útvarpinu og ekkert gat sefað mig.
Sigurður Fannar Guðmundsson, 17.12.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.