Vegtollar ríkisins, góðan dag. Get ég aðstoðað?

- Góðan dag, er þetta hjá vegtollum ríkisins ?

- Já það passar.  Get ég aðstoðað ?

- Já hvað kostar að keyra á Selfoss, eða austur í Grímsnes?

- Það er tilboð í dag 500 krónur fram og til baka.

- En á Siglufjörð?

- Það er auðvitað frítt þangað.Allar vegaframkvæmdir sem heita göng eru í boði ríkisins, og sérstaklega þær framkvæmdir sem þingmenn kjördæmisins hafa náð að kreista í gegn, fyrir kjósendur sína. Þannig tryggjum við að gert sé upp á milli kjördæma og fólks, algjörlega háð búsetu þeirra. Var það eitthvað fleira?

- Nei, ég fæ skelli mér bara norður, úr því það er frítt. Sleppi því bara að fara að fara í bústaðinn. Ég tjalda bara á Siglufirði.


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband