Fé á fjalli
7.12.2010 | 10:12
Fé er fallvalt og kannski ekki mjög skáldlegt að skrifa ljóð um peninga. Það er nú samt raunveruleikinn og hvað er skáldlegra en raunveruleikinn sjálfur. Hvað er íslenskara en sauðkindin ?
Fé á fjalli
Hátt ég stend á stalli.
Ég á feikn af fé - á fjalli.
Sauðina mína sendi til fjalla.
sæll í sinni kveð ég þá alla.
Á heiðunum háu þeir vaxa og dafna
í haust mun ég saman þeim safna.
Og þá verður gnægð af kjöti og ull
kosturinn mikill - í kistunni gull.
Landið er gjöfult á göfugum stalli
gott er að eiga fé sitt á fjalli.
Svo leituðu menn að sauðum mínum
síðla sumars á fákum fínum.
En á fjöllum var ekkert fé að sjá
fáeinar gæsir þar flugu hjá.
Á heiðinni háu var hrafnaþing
hoppuðu keikir allt í kring.
og kroppuðu augun úr lambi einu
engu þeir hlífðu - ekki neinu.
Hátt ég stóð - en sté - af stalli.
Ekkert er fé - á fjalli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.