Draumalandið

Skrifa líkt og skrattinn sé á hælum mínum. Ég er að pæla í að gera samning við hann, líkt og Andri Snær Magnason gerði. Þá kannski gæti ég skrifað ljóð eins og þetta hér.

1.aprílandri-c-250x.jpg

Marsbúinn.

 

Þetta stórskemmtilega ljóð, eftir Andra Snæ varð til þess að sumu leyti að mig langaði til að verða skáld. Þegar ég las það þá áttaði ég mig á því hversu orðin eru mögnuð. Hvað er hægt að segja mikið með litlum texta. Andri kann það. Hann kann líka að skrifa bók um eiginlega ekkert og gera hana að einni vinsælustu bók sem skrifuð hefur verið á Íslandi. Bók sem er full af staðreyndum, lítið um skáldskap, bók sem fólki er sagt að það eigi að lesa, hópþrýstingsrugl, sem oft myndast á Íslandi. Svo eru allir sammála um að það bókin sé snilld. Jafvel þó hún sé ekkert annað en þokkalega unnið áróðursplagg.

 

Ég er þó ekki að hallmæla snilld Andra, eins og ég hef sagt áður þá finnst mér hann snillingur, dreg ekkert þar undan. Hann þarf bara að einbeita sér að því sem hann er bestur í, hætta að leika verðandi forseta Íslands, sá tími mun koma og þá kýs ég hann enda hlynntur því að skáld og hugsuðir stýri þjóðfélögunum frekar en lögfræðingar og hagfræðingar.

 

Ísland er að mörgu leyti Draumaland. Hér er gott að búa. Rennandi vatn í öllum húsum, bæði heitt og kalt. Stoðkerfi samfélagsins standa. Hér eru sjúkrahús og skólar. Hér er ástand vega og vegakerfa í góðu lagi. Samgöngur til og frá landinu eru stopular og traustar. Hér er mikið af náttúruauðlindum bæði á landi og í sjó. Hér á landi er menntunarstigið hátt, jafnrétti kynja er með því besta sem gerist í heiminum. Hér á landi eru allar aðstæður til að byggja upp fyrirmyndarsamfélag.

 

Hvað veldur því þá að slíkt samfélag þrífst ekki hér?

 

Ég get svarað þeirri spurningu. Það hefur allt með það að gera hvernig við nýtum okkur þær aðstæður sem við höfum. Það hefur með það að gera hvernig við spilum út þeim spilum sem við höfum á hendi. Það hefur síðast en ekki síst með það að gera hverja við veljum til að leiða okkur áfram.

 

Pólitíkin á Íslandi og sú úrkynjaða flokkastefna og hentistefnupólítik sem ráðið hefur hér ríkjum frá því landið fékk sjálfstæði, er ástæða þess að hér ríkir ekki meiri velmegun. Í litlu landi svo ríku af auðlindum og tækifærum á að vera mikið og mun hærra þjónustustig. Hér eiga tannlækningar og öll heilsugæsla að vera ókeypis. Hér á rafmagn að seljast á kostnaðarverði, hér eigum við að aka um á vetnisbílum, á okkar eigin vetni. Hér eru allar forsendur til þess að búa betur um hnútanna. Við sitjum á gríðarlega verðmætum vatnsforða, sem er lykilinn að viðsnúningi og ríkidæmi þessarar þjóðar.

 

Eina sem þarf er að hleypa að hugmyndaríkum einstaklingum, sem ekki eru mengaðir af pólitík. Sem ekki eru mengaðir af græðgi og eigin frama. Hér þarf að hreinsa til, kasta á öskuhauga fortíðarinnar pólitískum gapuxum sem hrópa í ræðustólum ókvæðisorð að hver öðrum. Upp til hópa einstaklingar sem hafa ekki einu sinni kjark til að standa á eigin fótum. Þiggja laun sín frá þriðja aðila og hafa gert alla ævina.

 

Tökum Ögmund Jónasson sem dæmi. Einföld spurning til þeirra sem finnst mikið til hans koma.

Hefur hann þurft að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum sínum frá því að hann fór út á vinnumarkaðinn? Hefur hann einhvern tímann greitt úr eigin vasa fyrir misgjörðir (hafi þær verið einhverjar) í þeim embættum sem hann hefur setið í ?

Nei. Það hefur hann ekki gert. Ekki frekar en aðrir þeir sem stýra þessu landi og hafa gert um áratugaskeið.

Hvað með Davíð Oddson? Margir vilja meina að hann einn geti leitt okkur út úr vandanum.

Hann er engu betri en neinn annar. Situr nú á friðarstóli og spilar á fiðlu á meðan Róm brennur. Hvar er snilli hans nú? Hvar er kjarkur hans og hugsjónir?

Ef hann er jafn snjall og af er látið, hvers vegna stígur hann þá ekki fram á sjónvarsviðið og kemur þjóðinni til bjargar?

 

Algjört rugl. Algjört þvaður og endalaus vonbrigði. Pólitík á ekki að ráða ferðinni hjá lítilli eyjaþjóð norður í Atlandshafi. Hér þurfa hundar heimsku og afturhaldsemi að víkja af velli. Tími skáldanna er kominn, líkt og þegar Ísland var þjóð á meðal þjóða á Sturlungaöld.

 

Ísland er land draumanna. Draumalandið.

 

Úr eyju í norðri mun framtíðarleiðtogi manskyns, fulltrúi nýrrar hugsunar, leiða þjóðir heims til betri tíma. Þar sem manngildin og raunveruleg verðmæti jarðarinnar skipta mestu máli.

 

Vatnið, gróðurinn og mannleg samlifun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband