Þegar ég ætlaði á menningarnótt en hætti við...

 Í sumamennignarnott.jpgr ætlaði ég á menningarnótt í Reykjavík, vera maður á meðal manna, en hætti við. Þorði ekki yfir heiðina.

Á menningarnótt í borginni vappar fólk um og kinkar kolli hvert til annars. Niðrí bæ sameinast úthverfaplebbarnir og miðbæjarrotturnar, allir eru vinir. Síðan mætir þangað líka fólk „utan af landi“ þetta fólk má þekkja greinilega úr fjöldanum, það horfir flóttalega í kringum sig, er eins og antilópur á sléttum Afríku, skíthræddar antilópur sem vita aldrei hvenær á þær verður ráðist.

Fólkið „utan af landi“ hrekkur í kút þegar fyrsti flugeldurinn springur, á meðan miðbæjarrottan nennir ekki að pæla í flugeldasýningunni, er of upptekin við að laga nýju rútubílaframrúðu-gleraugun, sem er þeirra nýja vörumerki. Úthverfaplebbarnir sitja svo á Arnarhóli, með Egils-Gull í hendinni og bera sig vel. Þeir fara niðrí bæ einu sinni á ári, á menningarnótt. Sumir þeirra eru reyndar farnir að kíkja á Gay-pride, en það er bara svona smá „djók“ hjá þeim.

Ég ætlaði sem sagt að fara á menningarnótt en hætti við og fór á blómstrandi daga í Hveragerði. Ætlaði að sjá Ingó og vonandi einhverja aðra apa í Eden.  Í Eden var margt um apa. Apalegastur var maður á miðjum aldri sem sat inni í gróðurhúsi, ofan á gömlum kókflöskukassa og át banana. Ég ætlaði að spjalla lítillega við hann, en þá svaraði hann mér á pólsku. Úr vitum hans lagði megna áfengislykt og trúið mér, hún var ný og fersk, ekki gömul frá því deginum áður. Pólverjar eru margir hverjir óhræddir við að vera fullir á Sunnudögum. Tunglið var líka í ruglinu, því þegar ég fór að sofa um kvöldið þá var það líka fullt, eins og Pólverjinn.

Ég ætla pottþétt á menningarnótt á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband