Að tjóðra kött við þvottanúru

Á Íslandi hefur það alltaf talist nauðsynlegt að vera hluti af hóp. Hjarðeðli íslendinga er mjög ríkjandi og það hefur aldrei þótt fínt að skera sig út úr hópnum, hjörðinni, jafnvel þó svo að það stríði gegn þinni betri vitund.

Forkólfar stjórnarmeirihlutans líta svo á að stjórnaliðar séu ein og sama hjörðin og innan hjarðarinnar skuli vera ein og sama hugmyndin um það hvernig stjórna skuli landinu, það er ekki pláss fyrir sjálfstæðar skoðanir.

Lilja Mósesdóttir hefur sýnt að í henni býr kjarkur og þor. Hún stendur með sínum skoðunum og er ekki í eðli sýnu hjarðdýr. Fyrir það er verið gagnrýna hana og níða úr launsátri.

Það er ámóta gáfulegt og að tjóðra kött við þvottasnúru.


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband